ÍR vann Aftureldingu í þriðja sinn á leiktíðinni í viðureign liðanna í Olísdeild kvenna, 29:26, í Skógarseli í kvöld í eina leik dagsins í 15. umferðinni. Hinni viðureigninni varð að fresta vegna ófærðar en ÍBV átti að sækja KA/Þór heim í KA-heimilið.
ÍR stendur áfram afar vel að vígi í deildinni í fimmta sæti með 14 stig að loknum 15 leikjum. Afturelding er næst á eftir með sex stig.
Eftir að jafnt hafði verið framan af fyrri hálfleik þá tóku ÍR-ingar öll völd upp úr miðjum hálfleiknum. Staðan fór út 8:6 í 17:9 í hálfleik. Þar með var ljóst að á brattann yrði að sækja fyrir Aftureldingarliðið í síðari hálfleik. Sú varð og raunin og þegar 10 mínútur voru til leiksloka var enn átta marka munur, 27:19.
Nokkrum mínútum áður hafði Aftureldingu tekist að minnka muninn í fimm mörk.
ÍR-inga slökuðu á klónni á síðustu mínútunum en sigur liðsins var aldrei í hættu.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 10/3, Matthildur Lilja Jónsdóttir 7, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 4, Hanna Karen Ólafsdóttir 3, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 2, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 2, Katrín Tinna Jensdóttir 1.
Varin skot: Ísabella Schöbel Björnsdóttir 13/3, 38,2 % – Hildur Öder Einarsdóttir 2, 28,6%.
Mörk Aftureldingar: Hildur Lilja Jónsdóttir 7/1, Katrín Helga Davíðsdóttir 5, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 4/2, Susan Ines Gamboa 4, Lovísa Líf Helenudóttir 3, Telma Rut Frímannsdóttir 2, Hrafnhildur Hólm Guðnadóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 10/2, 26,3%.
Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.