- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þriðji sigur Magdeburg röð

Bennet Wiegert, þjálfari Magdeburg, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

Bergischer HC og Rhein-Neckar Löwen töpuðu í kvöld í fyrsta sinn á keppnistímabilinu í þýsku 1. deildinni í handknattleik, en bæði léku þau á heimavelli. SC Magdeburg vann hinsvegar sinn leik er það sótti Ludwighafen heim, 28:22.

Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg, þar af þrjú úr vítaköstum. Magdeburg var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi en leiðir skildu af alvöru þegar á leið síðari hálfleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði ekki fyrir Magdeburg en liðið hefur nú sex stig að loknum fjórum leikjum og hefur unnið þrjár viðureignir í röð.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk, þar af annað úr vítakasti þegar Bergischer tapaði á heimavelli fyrir Wetzlar í hörkuleik, 22:20. Staðan var jöfn í hálfleik. 13:13. Ragnar Jóhannsson skoraði ekki mark fyrir Bergischer sem hefur sex stig eins og Magdeburg, Flensburg, Wetzlar og Rhein-Neckar Löwen.

Löwen lá einmitt í kvöld á heimvelli fyrir Leipzig, 28:23, eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í hálfeik, 16:12. Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Löwen en Alexander Petersson var lítið með í sókninni. Hann átti aðeins eitt markskot sem rataði ekki í netmöskvana á marki Leipzig.

Með sigrinum komst Leipzig í efsta sæti deildinnar. Liðið hefur sjö stig eftir fjóra leiki.

Í fjórða leik dagsins vann Füchse Berlin liðsmenn Hannover-Burgdorf, 31:27, í Berlín.

Staðan: (fjöldi leikja er innan sviga)
Leipzig 7 (4), Flensburg 6(3), Magdeburg 6(4), Wetzlar 6(4), RN-Löwen 6(4), Bergischer HC 6(4), Bergischer HC 6(4), F. Berlin 5(3), Lemgo 4(3), Kiel 4(3), Stuttgart 4(3), Melsungen 4(3), Hannover-Burgdorf 4(4), Göppingen 2 (2), Erlangen 2(3), Tusem Essen 0(2), Balingen 0 (3), GWD Minden 0(3), Nordhorn 0(3), Coburg 0(3), Ludwighafen 0(4).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -