- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þriðji sigurinn á þremur dögum í Skopje

U20 ára landslið kvenna ásamt starfsfólki. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

„Virkilega góður sigur í hörkuleik á sterku liði Norður Makedóníu. Heildarframmistaðan var góð hjá liðinu,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U20 ára landsliðs kvenna í handknattleik eftir þriðja sigur liðsins á æfingamótinu í Skopje í Norður Makedóníu í kvöld, 32:29. Bæði lið voru taplaus í mótinu fyrir lokaumferðina. Íslenska liðið var fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:11.

Þetta var um leið síðasti leikur íslenska landsliðsins áður en heimsmeistaramótið hefst á miðvikudaginn með leik við Afríkumeistara Angóla, einnig í Skopje.

„Við spiluðum nær eingöngu 6/0 vörn sem var mjög þétt og góð auk þess sem við fengum fína markvörslu með. Sóknarleikurinn var jafn og góður fyrir utan 15 mínútna kafla í síðari hálfleik þegar við töpuðum boltanum alltof oft á einfaldan hátt og fengum á okkur hraðaupphlaup. Stelpunum tókst að standast það áhlaup og sigla góðum sigri í hús,“ sagði Ágúst Þór sem er ánægður með hvernig til tókst í æfingamótinu en í því voru leiknir þrír leikir á þremur dögum, gegn Chile, Rúmeníu og loks Norður Makedóníu sem verður með Íslandi í riðli á HM.

Stígandi í liðinu

„Markmiðið með þátttökunni á æfingamótinu var að stilla saman strengina fyrir HM, jafnt í vörn sem sókn. Það hefur verið góður stígandi í liðinu þótt auðvitað sé það alltaf þannig skömmu fyrir mót að ýmislegt megi laga. Við erum vonandi að mjakast í rétt átt en verðum engu að síður að halda vel á spilunum næstu daga áður en HM hefst,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U20 ára landsliðs kvenna í handknattleik.

Mörk íslenska liðsins: Elín Klara Þorkelsdóttir 8/4, Katrín Anna Ásmundsdóttir 5, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 4, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 3, Elísa Elíasdóttir 3, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 3, Lilja Ágústsdóttir 2, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Embla Steindórsdóttir 1, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 13, Anna Karólína Ingadóttir 1/1.

Yngri landsliðin.

Nýjustu fréttir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -