- Auglýsing -
Danska úrvalsdeildarliðið Skanderborg og Kristján Örn Kristjánsson, Donni, leikmaður liðsins heldur áfram að gera það gott í dönsku úrvalsdeildinni. Í gær vann Skanderborg stjörnum prýtt lið HØJ, 36:29, á heimavelli. Skanderborg hefur sex stig af átta mögulegum eftir fjóra leiki. HØJ hefur náð einum vinningi.
Donni lék vel, skoraði sjö mörk í 11 skotum, auk þriggja stoðsendinga og einnar brottvísunar. Johán á Plógv Hansen var maður leiksins. Hann skoraði 11 mörk fyrir Skanderborgar-liðið.
Jonatan Mollerup skoraði sjö mörk fyrir HØJ og gaf fjórar stoðsendingar.
Stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.