- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þriðji sigurinn í röð

Hildigunnur Einarsdóttir leikmaður Bayer Leverkusen. Mynd/TSV Bayer Leverkusen
- Auglýsing -

Hildigunnur Einarsdóttir og samherjar í Bayer Leverkusen haldi sínu striki í þýsku 1. deildinni. Í dag unnu þær þriðja leik sinn í röð eftir að keppni hófst á nýjan leik eftir hlé sem gert var vegna Evrópumóts kvenna í handknattleik í desember. Leverkusen vann í dag Rosengarten, 26:24, á heimavelli eftir að staðan hafði verið jöfn að loknum fyrri hálfleik, 12:12.

Hildigunnur skoraði eitt mark úr eina skotinu sem hún náði á markið. Auk þess vann hún vítaköst og var öflug í vörninni að vanda.

Leverkusen tók völdin í leiknum strax í upphafi síðari hálfleiks. Náði fjótlega góðu forskoti sem liðið hélt, frá þremur og upp í fimm mörk, allt þar til á lokamínútunum að leikmenn Rosengarten skoruðu tvö síðustu mörk leiksins.

Leverkusen er í sjöunda sæti með 14 stig eftir 11 leiki. Bietigheim er efst með 23 stig en hefur lokið 13 leikjum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -