- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þriðji sigurleikurinn í röð

Rúnar Kárason í þann mund að skjóta á markið gegn Elvari Erni Jónssyni í viðureign Ribe-Esbjerg og Skjern á leiktíðinni. Daníel Þór Ingason fylgist vel með. Mynd/Ribe-Esbjerg HH A/S
- Auglýsing -

Íslendingaliðið Ribe-Esbjerg virðist vera vaknað af dvala. Í kvöld vann liðið sinn þriðja leik í röð í dönsku úrvalsdeildinni og virðist til alls líklegt að blanda sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni þegar fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Ribe-Esbjerg vann Mors-Thy, 30:27, á heimavelli og er komið upp í 10. sæti eftir að hafa setið fast í tólfta sæti lengst af leiktíðar.

Rúnar Kárason skoraði tvö mörk í sex skotum fyrir Ribe-Esbjerg og átti hvorki fleiri né færri en níu stoðsendingar. Rúnari var einu sinni vísað af leikvelli í tvær mínútur. Gunnar Steinn Jónsson skoraði tvö mörk í fjórum skotum og mátti einu sinni sætta sig við að vera sendur í kælingu. Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark í eina skotinu sem hann lét vaða á mark Mors-Thy.


Óðinn Þór Ríkharðsson kom lítið við sögu og átti ekki skot að marki þegar Holstebro tapaði á heimavelli fyrir Fredericia, 32:29.


Ágúst Elí Björgvinsson varði eitt skot af fimm sem hann fékk á sig þann tíma sem hann var á milli stanganna hjá Kolding sem tapaði fyrir Skanderborg, 30:21. Leikið var í Kolding.


Fyrr í kvöld léku Aalborg og GOG. Um þá leiki er fjallað hér.


Staðan í dönsku úrvalsdeildinni:
GOG 32(17), Aalborg 29(18), Holstebro 24(18), Bjerringbro/Silkeborg 23(17), SönderjyskE 19(18), Skjern 19(17), Fredericia 18(17), Skanderborg 18(18), Kolding 17(18), Ribe-Esbjerg 15(18), Aarhus 14(18), Mors-Thy 13(18), Ringsted 5(18), Lemvig 2(18).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -