- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þriðjungur fellur niður – má hafa 16 á skýrslu

Ekki var hljómgrunnur fyrir að fjölga liðum í Olísdeild kvenna úr átta í tíu á næsta keppnistímabili á þingi HSÍ í gær. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Ákveðið hefur verið að leika tvöfalda umferð í Olísdeild kvenna, í stað þrefaldrar eins og til stóð, áður en að úrslitakeppni sex liða um Íslandsmeistaratitilinn tekur við. Þetta hefur handbolti.is samkvæmt heimildum.


Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur samþykkt óskir meirihluta félaga í deildinni um að þriðja umferð, eða þriðji kafli, deildarinnar falli niður að þessu sinni. Hefur félögunum verið tilkynnt þessi ákvörðun stjórnar.

Einnig hefur verið heimilað að vera með nöfn 16 leikmanna á leikskýrslu í Olís,- og Grill 66-deildum karla og kvenna, í stað 14, til loka þessarar leiktíðar þótt heimild sé ekki til þess í lögum. Gerð verður undanþága vegna kórónuveirfaraldursins en vegna hans lá keppni niðri á Íslandsmótinu í handknattleik mánuðum saman.

Þar með verða leiknar 14 umferðir, þ.e. liðin í deildinni mætast heiman og að heiman, í Olísdeild kvenna í stað 21. Þegar eru fjórum umferðum lokið og tveimur leikjum í fimmtu umferð. Eftir fjórtándu umferð tekur við sex liða úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn eins og samþykkt var á ársþingi HSÍ í júní og handbolti.is greindi frá í haust.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -