Framarinn og Færeyingurinn Vilhelm Poulsen er markahæsti leikmaður Olísdeildar karla með 122 mörk í 17 leikjum eða 7,17 mörk að jafnaði í leik. Óðinn Þór Ríkharðsson, KA, er næstur með 116 mörk en hefur leikið einum leik færra. Hann hefur skorað lítillega fleiri mörk að meðaltali í leik, eða 7,25.
Ásbjörn Friðriksson er í þriðja sæti með 108 mörk í 16 leikjum, 6,75 mörk í hverjum leik. Þremenningarnir eru þeir einu sem rofið hafa 100 marka múrinn til þessa.
Keppni hefst á nýjan leik í Olísdeild karla á morgun þegar leikin verður heil umferð, sú átjánda. Eftir það rekur hver leikurinn annan en stefnt er á að leikir lokaumferðarinnar fari fram sunnudaginn 10. apríl. Ómögulegt er að spá fyrir hvaða lið hreppir deildarmeistaratitilinn en efstu liðin eru hnífjöfn og þar sem fimm umferðir eru eftir eru ekki öll kurl komin til grafar ennþá.
Staðan og næstu leikir í Olísdeild karla.
Nafn | Félag | Mörk/víti | L.fj. |
Vilhelm Poulsen | Fram | 122/27 | 17 |
Óðinn Þór Ríkharðsson | KA | 116/35 | 16 |
Ásbjörn Friðriksson | FH | 108/41 | 16 |
Birgir Steinn Jónsson | Gróttu | 97/1 | 17 |
Leó Snær Pétursson | Stjörnunni | 96/53 | 17 |
Rúnar Kárason | ÍBV | 88/0 | 15 |
Guðmundur Bragi Ástþórsson | Afture./Haukum | 85/20 | 17 |
Jóhannes Berg Andrason | Víkingi | 81/6 | 17 |
Hafþór Már Vignisson | Stjörnunni | 80/0 | 16 |
Andri Þór Helgason | Gróttu | 78/38 | 17 |
Einar Sverrisson | Selfossi | 78/31 | 16 |
Árni Bragi Eyjólfsson | Aftureldingu | 76/11 | 14 |
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson | Fram | 73/0 | 16 |
Einar Bragi Aðalsteinsson | HK | 72/8 | 12 |
Hjörtur Ingi Halldórsson | HK | 71/1 | 17 |
Benedikt Gunnar Óskarsson | Val | 70/26 | 17 |
Arnór Snær Óskarsson | Val | 69/12 | 17 |
Jóhann Reynir Gunnlaugsson | Víkingi | 69/23 | 17 |
Ólafur Brim Stefánsson | Gróttu | 68/0 | 17 |
Björgvin Þór Hólmgeirsson | Stjörnunni | 67/0 | 12 |
Brynjólfur Snær Brynjólfsson | Haukum | 67/28 | 15 |
Einar Rafn Eiðsson | KA | 66/12 | 14 |
Kári Kristján Kristjánsson | ÍBV | 66/13 | 16 |
Egill Magnússon | FH | 64/0 | 16 |
Þorsteinn Leó Gunnarsson | Aftureldingu | 64/0 | 17 |
Ítarlega tölfræði allra leikmanna í Olísdeildum karla og kvenna er að finna hér.