Þrír leikmenn eru í öðru sinni á leiktíðinni í úrvalsliði umferðarinnar í Olísdeild karla hjá spekingum Handboltahallarinnar, vikulegs sjónvarpsþáttar í opinni dagskrá í sjónvarpi Símans. Lið þriðju umferðar var valið þegar umferðin var gerð upp í gærkvöld.
Árni Bragi Eyjólfsson, Aftureldingu, Elís Þór Aðalsteinsson, ÍBV, og markvörðurinn Jón Þórarinn Þorsteinsson sköruðu framúr í annað sinn á leiktíðinni að mati stjórnenda Handboltahallarinnar. Tveir þeir síðarnefndu aðra vikuna í röð.
Lið 3. umferðar Olísdeildar karla:
Hægra horn: Árni Bragi Eyjólfsson, Aftureldingu (*2).
Hægri skytta: Elís Þór Aðalsteinsson, ÍBV (*2).
Miðjumaður: Freyr Aronsson, Haukum.
Vinstri skytta: Tryggvi Sigurberg Traustason, Selfossi.
Vinsta horn: Símon Michael Guðjónsson, FH.
Línumaður: Jón Ásgeir Eyjólfsson, Stjörnunni.
Markvörður: Jón Þórarinn Þorsteinsson, FH (*2).
Varnarmaður: Jón Ásgeir Eyjólfsson, Stjörnunni.
Þjálfari umferðarinnar: Carlos Martin, Selfossi.
(*Hversu oft í liði umferðarinnar)
Afturelding, Valur og Þór með tvo menn hvert í liði umferðarinnar
Bjarni valinn í annað sinn – fjórir frá FH í liði 2. umferðar