- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrír Íslendingar á meðal fimm efstu

Ómar Ingi Magnússon leikmaður SC Magdeburg. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

Þjóðverjinn Marcel Schiller, leikmaður Göppingen, og Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður og liðsmaður SC Magdeburg, berjast um markakóngstitilinn í þýsku 1. deildinni í handknattleik í lokaumferðinni sem fram fer á sunnudaginn. Schiller skoraði 14 mörk í gær þegar Göppingen vann Coburg og komst þar með einu marki framfyrir Ómar Inga i efsta sæti. Schiller hefur skorað 263 mörk en Ómar Ingi 262. Aðrir eru úr leik í kapphlaupinu þetta á þessu tímabili.


Markakóngur síðasta keppnistímabils, Bjarki Már Elísson hjá Lemgo, er í þriðja sæti með 239 mörk og Viggó Kristjánsson er fimmti með 221 mark.

Því getur svo farið að þrír íslenskir handknattleiksmenn verði í fimm efstu sætunum þegar listinn yfir markahæstu leikmenn verður birtur eftir síðustu leikina. Svíinn Hampus Wanne sækir hart að Viggó en aðeins munar einu marki á þeim.


Íslenskir handknattleiksmenn hafa þrisvar orðið markakóngar í Þýskalandi. Fyrir utan Bjarka Má á síðasta tímabili þá varð Sigurður Valur Sveinsson, Lemgo, markakóngur keppnistímabilið 1984/85 og Guðjón Valur Sigurðsson, Gummerbach, 2005/2006.


Hér fyrir neðan eru 25 þeir markahæstu fyrir lokaumferðina.


Nafn, félag, heildarmörk/þar af vítaköst/stoðsendingar.
Marcel Schiller, Göppingen, 263/117/9.
Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg, 262/130/90.
Bjarki Már Elísson, Lemgo, 239/90/5.
Robert Weber, Nordhorn, 226/113/16.
Viggó Kristjánsson, Stuttgart, 221/87/70.

Hampus Wanne, Flensburg, 220/87/18.
Julius Kühn, MT Melsungen, 208/0/100.
Niclas Ekberg, Kiel, 205/98/11.
Florian Billek, Coburg, 196/44/18.
Hans Lindberg, F.Berlin, 194/110/16.

Timo Kastening, MT Melsungen, 193/34/11.
Noah Beyer, Essen, 186/87/8.
Christoffer Rambo, GWD Minden, 181/5/127.
Hendrik Wagner, Ludwigshafen, 174/7/26.
Jim Gottfridsson, Flensburg, 173/15/197.

Simon Jeppsson, Erlangen, 171/17/122.
Sander Sagosen, Kiel, 170/18/146.
Vladan Lipovina, Balingen, 167/0/71.
Kai Häfnerm NT Melsungen, 165/0/133.
Andy Schmid, R-N-Löwen, 160/27/110.

Uwe Gensheimer, R-N-Löwen, 157/64/9.
Lenny Rubin, Wetzlar, 154/2/52.
Lucas Krzikalla, Leipzig, 153/99/5.
Juri Knorr, GWD Minden, 153/29/84.
Ivan Martinovic, H.Burgdorf, 151/50/67.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -