- Auglýsing -
Íslendingaliðin ØIF Arendal og Drammen tyggðu sér í dag sæti í undanúrslitum norsku bikarkeppninnar í handknattleik. Dagur Gautason og félagar í ØIF Arendal unnu Halden eftir framlengingu, 33:32, í Halden Arena. Dagur skoraði tvö mörk.
Drammen með þá Ísak Steinsson og Viktor Petersen Norberg innan sinna raða vann Runar á útivelli, 36:32. Viktor skoraði fjögur mörk og átti fimm stoðsendingar. Ísak varði átta skot þann tíma sem hann var í marki Drammen, 29%.
Elverum er ennfremur komið í undanúrslit. Á morgun kljást bikarmeistarar síðasta tímabils, Kolstad, og Nærbø um síðasta sætið sem er í boði í undanúrslitum. Leikið verður í Þrándheimi.
- Auglýsing -