- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Þrír íslenskir þjálfarar saman í undanúrslitum í fyrsta sinn

- Auglýsing -

Þrír af fjórum þjálfurum sem eiga landslið í undanúrslitum Evrópumóts karla í handknattleik eru Íslendingar; Alfreð Gíslason með Þýskaland, Dagur Sigurðsson með Króatíu og Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari Íslands. Þetta er í fyrsta sinn í sögu stórmóta í handknattleik karla sem þrír þjálfara af fjórum í undanúrslitum koma frá sama landinu.

Fjórði landsliðsþjálfarinn verður Dani; Nikolaj Jacobsen.


Spánverjar hafa átt tvo þjálfara á tíðum í undanúrslitum stórmóta en ekki náð þeim áfanga sem Íslendingar geta státað af á Evrópumóti karla í handknattleik 2026.

Þrír Íslendingar á ÓL 2016

Þrír íslenskir þjálfarar komust í undanúrslit í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna 2016; Guðmundur Þórður Guðmundsson með Dani sem urðu Ólympíumeistarar og Dagur Sigurðsson með þýska liðið sem hafnaði í þriðja sæti. Þeir voru í karlaflokki. Þriðji Íslendingurinn, Þórir Hergeirsson, komst í undanúrslit á Ólympíuleikunum 2016 með kvennalandslið Noregs sem hreppti í þriðja sæti.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -