- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrír leikir á sex dögum í þremur löndum

Allir voru kátir yfir neikvæðum niðurstöðum síðdegis. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ljóst að íslenska landsliðið í handknattleik karla verður á ferð og flugi í lok þessa mánaðar og í upphafi þess næsta. Landsliðið leikur þrjá landsleiki í þremur löndum á sex dögum. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur loksins opinberað hvar og hvenær síðustu leikir fjórða riðils undankeppninnar fara fram.

Vegna erfiðleika í samgöngum við Ísrael á veirutímum var heimaleikjum ísraelska landsliðsins, sem fram áttu að fara í nóvember, janúar og í mars slegið á frest. Nú er svo komið að Ísraelsmenn eiga eftir fjóra leiki í riðlinum sem leika þarf á einni viku í lok apríl og í byrjun maí.


Af þessum ástæðum leikur íslenska landsliðið þrjá leiki í stað tveggja í lok þessa mánaðar og í byrjun maí.


Samkvæmt upplýsingum á vef EHF hefur viðureign Ísraels og Íslands í Tel-Aviv verið sett á þriðjudaginn 27. apríl. Tveimur dögum síðar á íslenska landsliðið að vera mætt til Vilnius í Litháen og mæta landsliði Litháen. Lokaleikurinn í þessari törn verður sunnudaginn 2. maí í Schenkerhöllinni á Ásvöllum gegn landsliði Ísraels.


Ísrael leikur á heimavelli við Ísland 26. apríl, daginn eftir gegn Litháen á sama stað og hinn 29. apríl mætast landslið Ísraels og Portúgals einnig í Ísrael. Fjórði og síðasti leikurinn í törninni hjá Ísraelsmönnum verður á Ásvöllum 2. maí.


Staðan í riðlinum:
Ísland 6 stig – 3 leikir.
Portúgal 6 stig – 3 leikir.
Litháen 2 stig – 3 leikir.
Ísrael án stiga – 2 leikir.


Tvær efstu þjóðirnar tryggja sér þátttökurétt í lokakeppni EM 2022 sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu 13. til 30. janúar nk. Dregið verður í riðla lokakeppninnar í Búdapest 6. júní.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -