- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrír leikir gegn Bosníu – einn sigur árið 2009

Landslið Bosníu á EM í Þýskalandi í upphafi ársins. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Ísland og Bosnía hafa mæst þrisvar áður. Íslenska landsliðið hefur unnið einn leik, einu sinni hefur orðið jafntefli og í eitt skiptið vann Bosnía. Fyrsti leikurinn var vináttuleikur í Randers í Danmörku á æfingamóti snemma árs 2009

Randers, Danmörku 11. janúar 2009:
Ísland – Bosnía 33:31.
-Markahæstir: Sturla Ásgeirsson 7, Róbert Gunnarsson 6, Rúnar Kárason 5.

Sarajevo, Bosníu, 7. júní 2014:
Bosnía – Ísland 33:32.
-Markahæstir: Alexander Petersson 7, Guðjón Valur Sigurðsson og Vignir Svavarsson 6 mörk hvor.

Laugardalshöll 15. júní 2014:
Ísland – Bosnía 29:29.
-Markahæstir: Guðjón Valur Sigurðsson 8, Alexander Petersson og Snorri Steinn Guðjónsson 6 mörk hvor.

Undankeppni HM 2015

Leikirnir 2014 voru í umspili um sæti á HM 2015. Eftir samanlagt eins marks tap virtist draumur íslenska landsliðsins um sæti á HM vera úr sögunni. Eftir að tveimur landsliðum var vísað úr mótinu nokkrum vikum áður það hófst fékk íslenska landsliðið og það þýska boð um þátttöku á HM 2015 sem fram fór í Katar. Bæði landslið þáð boðið.

Uppselt á leikinn í kvöld gegn Bosníu. 

Þrír með fyrir 10 árum

Af núverandi leikmönnum íslenska landsliðsins voru tveir þeirra í liðinu 2014, Bjarki Már Elísson og Björgvin Páll Gústavsson. Þar á ofan var Snorri Steinn Guðjónsson, nú landsliðsþjálfari, tók þátt í leikjunum.

Björgvin Páll var einnig með íslenska liðinu í sigurleiknum í Randers á Jótlandi 2009.

Viðureign Íslands og Bosníu hefst í Laugardalshöll í kvöld klukkan 19.30. Þeir sem ekki komast í Laugardalshöllina geta fylgst með útsendingu RÚV frá leiknum eða textalýsingu handbolti.is.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -