- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrír skrifa undir samninga í Safamýri

Rógvi Dal Christiansen. Lárus Helgi Ólafsson og Vilhelm Poulsen voru allt í öllu hjá Fram gegn HK. Mynd/Fram
- Auglýsing -

Þrír leikmenn hafa skrifað undir nýja samninga við handknattleiksdeild Fram. Þar eru um að ræða markvörðinn Lárus Helga Ólafsson og Færeyingana Vilhelm Poulsen og Rógva Dal Christiansen en tveir þeirra síðarnefndu gengu til liðs við Fram á síðasta sumri.


Lárus Helgi skrifaði undir þriggja ára samning. Hann hefur verið einna besti markvörður Olísdeildarinnar á leiktíðinni og er efstur á lista markvarða hjá tölfræðiveitunni HBStatz með 37,4% hlutfallsmarkvörslu. Lárus Helgi kom til Fram fyrir þremur árum frá Aftureldingu. Hann var kjörinn besti leikmaður meistaraflokks karla eftir síðasta tímabil og var svo valinn handboltamaður Fram árið 2020 í árlegu kjöri.


Poulsen og Christiansen skrifuðu báðir undir tveggja ára saminga við Fram. Þeir hafa báðir staðið sig vel í vetur auk þess að eiga sæti í færeyska landsliðinu sem tekur þátt í undankeppni EM 2022. Poulsen, sem skoraði hefur 58 mörk í 14 leikjum í Olísdeildinni er örvhent skytta en Christiansen er línumaður. Hann hefur skorað 26 mörk í 14 leikjum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -