- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Þrír stærstu sigrarnir á EM hafa unnist í Svíþjóð

- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik hefur aldrei unnið stærri sigur í leik í lokakeppni Evrópumóts karla en í gær þegar Ítalir voru lagðir að velli með 13 marka mun, 39:26, í Kristianstad Arena. Þrír stærstu sigrar íslenska landsliðsins á EM karla hafa allir unnist á sænskri grund. Það virðist því eitthvað gott vera í sænska vatninu.


Fyrir viðureignina í gær voru tveir 11 marka sigurleikir þeir stærstu hjá íslenska landsliðinu í lokakeppni EM. Annars vegar 33:22-sigur á Sviss í Skövde 2002 og hins vegar á Rússum, 34:23, í Malmö 2020.

Einu sinni hefur íslenska landsliðið unnið með 10 marka mun á EM, reyndar ekki í leik í Svíþjóð, heldur í Búdapest 2022. Þá vann íslenska landsliðið það svartfellska, 34:24.

Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, ræðir við Ómar Inga Magnússon, Orra Frey Þorkelsson, Ými Örn Gíslason og Viktor Gísla Hallgrímsson eftir sigurleikinn gegn Ítölum í gærkvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð


EM 2026.

A-landslið karla.

Landslið Íslands á EM 2026 – strákarnir okkar

EM karla 2026 – úrslit, staðan og leiktímar

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -