Ungmennalið Vals komst í gær upp að hlið Gróttu og ungmennaliðs Vals á topp Grill 66-deildar kvenna í handknattleik. Valur vann þá lið Fjölnis-Fylkis, 35:29, í Fylkishöllinni í áttundu umferð deildarinnar.
Valur var marki yfir að loknum fyrri hálfleik. 17:16, í Fylkishöllinni og náði mest tíu marka forskoti í síðari hálfleik.
Fjölnir-Fylkir er í næst neðsta sæti með fjögur stig að loknum átta leikjum. Liðið var sett á laggirnar á síðasta sumri þegar ákveðið var að slá saman meistaraflokksliðum þessar tveggja liða.
Mörk Fjölnis-Fylkis: María Ósk Jónsdóttir 8, Anna Karen Jónsdóttir 6, Azra Cosic 5, Ada Kozicke 4, Katrín Erla Kjartansdóttir 2, Ósk Hind Ómarsdóttir 2, Ragna Guðrún Snorradóttir 1, Kolbrún Jóna Helgadóttir 1.
Mörk Vals U.: Ásdís Þóra Ágústsdóttir 9, Hanna Karen Ólafsdóttir 8, Ída Margrét Stefánsdóttir 7, Karlotta Óskarsdóttir 4, Guðlaug Embla Hjartardóttir 2, ELína Rósa Magnúsdóttir 2, Sunna Friðriksdóttir 1, Vaka Sigríður Ingólfsdóttir 1, Elín Helga Lárusdóttir 1.