- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrjú lið Íslendinga í undanúrslitum

Arnór Atlason og Stefan Madsen, aðalþjálfari Aalborg Håndbold, fagna góðum árangri. Mynd/Aalborg Håndbold
- Auglýsing -

Aalborg Håndbold vann í kvöld Bjerringbro/Silkeborg, 30:27, í átta liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í karlaflokki og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum keppninnar ásamt Mors-Thy sem lagði Holstebro, 35:31, í hinum undanúrslitaleik keppninnar í kvöld.


Arnór Atlason er aðstoðarþjáfari Aalborg-liðsins. Eftir að átta liða úrslitum lauk í kvöld er ljóst að þrjú lið sem Íslendingar eru hjá verða í undanúrslitum keppninnar en í gær komust Skjern með Elvar Örn Jónsson innanborð og GOG með Viktor Gísla Hallgrímsson áfram eins og skýrt var frá á handbolti.is.


Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði eitt mark þegar Holstebro, sem lék til úrslita í keppninni í haust, tapaði fyrir Mors-Thy í kvöld á útivelli.

Til mikils að vinna


Úrslitahelgi dönsku bikarkeppninnar fer fram í júní á næsta ári.
Til mikils er að vinna í keppninni. Liðið sem stendur uppi sem bikarmeistari fær 225.000 dkr, sem jafngildir 5,5 milljónum íslenskra króna. Annað sæti gefur af sér 200.000 dkr, eða 4,4 milljónir kr. Liðið sem hafnar í þriðja sæti færi í sinn hlut 175.000 dkr sem er um 3,8 milljónir króna og fjórða sæti gefur 100.000 dkr sem er jafnvirði 2,2 milljóna króna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -