- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrjú lið kræktu í sæti átta liða úrslitum

Leonharð Þorgeir Harðarson verður áfram með FH. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH, KA og Valur bættust í kvöld í hóp þeirra liða sem komin eru í átta liða úrslit Poweradebikarkeppni karla í handknattleik. FH lagði ÍR með 13 marka mun í Skógarseli, 38:25, KA vann Fjölni í Fjölnishöllinni, 27:23, og Valur lagði ÍBV 2, 41:19, í Vestmannaeyjum.


Þar með eru sex lið örugg um sæti í átta liða úrslitum bikarkeppninnar. Afturelding, Selfoss og Stjarnan voru fyrr í vikunni búin að tryggja sér keppnisrétt. Sextán liða úrslitum lýkur á morgun með viðureign ÍBV og Fram í Vestamannaeyjum og ÍH og Hauka í Kaplakrika. Báðir leikur hefjast klukkan 16.

ÍR – FH 25:38 (13:18).
Mörk ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 6, Hrannar Ingi Jóhannsson 6, Róbert Snær Örvarsson 4, Sveinn Brynjar Agnarsson 3, Bernard Kristján Darkoh 1, Bergþór Róbertsson 1, Eyþór Ari Waage 1, Viktor Freyr Viðarsson 1, Jökull Blöndal Björnsson 1, Egill Skorri Vigfússon 1.
Varin skot: Rökkvi Pacheco Steinunnarson 8, Gísli Hrafn Valsson 3.
Mörk FH: Leonharð Þorgeir Harðarson 8, Einar Örn Sindrason 7, Einar Bragi Aðalsteinsson 5, Jóhannes Berg Andrason 4, Símon Michael Guðjónsson 3, Garðar Ingi Sindrason 2, Birgir Már Birgisson 2, Jón Bjarni Ólafsson 2, Daníel Matthíasson 2, Daníel Matthíasson 2, Ingvar Dagur Gunnarsson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 12, Axel Hreinn Hilmisson 9.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.


Fjölnir – KA 23:27 (13:15).
Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 10, Óðinn Freyr Heiðmarsson 4, Elvar Þór Ólafsson 3, Viktor Berg Grétarsson 3, Alex Máni Oddnýjarson 1, Sigurður Örn Þorsteinsson 1, Tómas Bragi Starrason 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 9.
Mörk KA: Dagur Árni Heimisson 8, Ott Varik 7, Einar Rafn Eiðsson 5, Jens Bragi Bergþórsson 3, Einar Birgir Stefánsson 2, Jóhann Geir Sævarsson 2.
Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 11, Bruno Bernat 3.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

ÍBV 2 – Valur 19:41.
Enga tölfræði er að finna frá leiknum, hvorki á HBStatz né hjá HSÍ.

Myndasyrpa Þorgils frá leiknum í Fjölnishöllinni í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -