- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þurftum að hafa fyrir sigrinum

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals. Mynd/Einar Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Það er sterkt að vinna Gróttu með 12 marka mun. Ég legg alltaf ríka áherslu á að ná fram góðri frammistöðu og ég er sáttur við liðið í dag. Við þurftum að hafa fyrir sigrinum og kannski gefur 12 marka munur ekki alveg rétt mynd af leiknum í heild,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir öruggan sigur á Gróttu, 36:24, í Olísdeild karla í handknattleik í Origohöllinni á Hlíðarenda. Með sigrinum færðist Valur upp í þriðja til fjórða sæti deildarinnar.


„Gróttumenn byrjuðu af krafti í síðari hálfleik og létu okkur hafa fyrir hlutunum. Við vorum lengi að slíta þá frá okkur en gerðum það vel, héldum ró og yfirvegun og lékum okkar bolta,“ sagði Snorri Steinn.
Fyrir utan leikinn við Þór fyrir hálfum mánuði, þar sem Valur tapaði, sagði Snorri síðustu leikina hafa verið ágæta. „Það er gott að vinna þrjá leiki í röð og veitir okkur ró. Engu að síður þá finnst mér við eiga meira inni. Við verðum að bæta okkur fyrir úrslitakeppnina. Á því leikur ekki vafi,“ sagði Snorri Steinn.


Róbert Aron Hostert sat á bekknum í dag. Snorri Steinn sagði kærkomið að gefa honum frí og láta Magnús Óla Magnússon leika meira. Hann væri nýkominn úr langvarandi meiðslum og hefði þörf fyrir að komast í spilæfingu. „Hugmyndin var að Magnús Óli léki mikið í dag. Það var gott að það tókst. Róbert Aron mætir ferskur á næstu æfingu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, í samtali við handbolta.is í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -