- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þurfum dúndurleik til að ná góðum úrslitum

Snorri Steinn Guðjónsson fyrrverandi þjálfari Vals. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Ég held að ég sé ekki að gera lítið úr öðrum liðum í þessari keppni þegar ég segi að Flensburg geti unnið Evrópudeildina,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals í gær spurður hvort Flensburg sé sterkasta liðið sem Valur mætir í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Flensburg mætir til leiks í Origohöll Valsara í kvöld klukkan 19.45.

Að bera sig saman við þá bestu

„Flensburg og Füchse Berlín eru tvö sterkustu lið keppninnar. Að mæta svo sterku liði er fyrst og fremst tækifæri fyrir unga leikmenn til þess að bera sig saman við það besta í evrópskum handknattleik. Til þess að leikurinn verði góð minning þá verðum við að leika mjög vel og vera sáttir við okkar frammistöðu. Ég hef engar áhyggjur af því að menn leggi sig ekki fram. Síðan kemur það í ljós hvort góð frammistaða dugir til þess að ná fram fram úrslitum og hvort við eigum þá erindi inn á þetta stóra svið,“ sagði Snorri Steinn ennfremur.

Róbert Aron Hostert og Magnús Óli Magnússon hafa átti í meiðslum síðustu daga. Magnús meiddist gegn Haukum í síðustu viku. Róbert Aorn hefur verið fjarverandi frá viðureigninni við Benidorm í byrjun mánaðarins. Snorri Steinn segir báða verða klára í slaginn gegn Flensburg. "Ég mun stilla upp mínu sterkasta liði í leiknum," sagði Snorri Steinn í gær.


Uppselt var á leik Vals og Flensburg fyrir nokkrum dögum og ljóst að mikil eftirvænting ríkir utan vallar sem innan enda hafa margir horft til heimaleiksins, viðureignarinnar við Flensburg síðan dregið var í riðla snemma í október.

Spennustigið verður hátt

„Spennustigið verður hátt en ég ætla að leyfa mér að vona að menn séu orðnir rútineraðir í kringum stóra leiki en vissulega er umstangið talsvert auk þess sem uppselt var á leikinn með viku fyrirvara. Það er ekki eitthvað sem íslensk félagslið eru vön,“ sagði Snorri og bæti við að það sé einnig í sínum höndum eins og leikmanna að ná stjórn á spennustiginu fyrir leikinn.

Úrslit leikja liðanna til þessa:
Valur - Ferencváros 43:39.
Flensburg - TM Benidorm 35:30.
TM Benidorm - Valur 29:32.
Flensburg - PAUC 30:25.

Úrslitin verða minningin

„Minning okkar um leikinn verður alltaf dæmd af úrslitum leiksins, ekki vegna þess að það var uppselt eða ljósasýning fyrir leikinn þótt vissulega kryddi hvorutveggja.

Undirbúningurinn gengur út á að halda í við leikmenn Flensburg þegar á hólminn verður komið. Við þurfum dúndurleik til þess að ná góðum úrslitum og það er óvíst hvort slíkur leikur dugir okkur,“ sagði Snorri Steinn ennfremur en Valur hefur unnið tvær fyrstu viðureignir sína í keppninni sem er vafalaust framar vonum.

Óbreytt upplegg

„Meginmarkmiðið verður að ná fram okkar styrkleikum, jafnt í vörn sem sókn. Ég er vel meðvitaður um að ef eitthvað fer í skrúfuna hjá okkur í einhverjum hluta leiksins þá getur orðið vesen sem ég þarf að bregðast við,“ sagði Snorri Steinn sem ætlar að halda sig við sama upplegg og í undanförnum leikjum.


„Ég er ekkert viss um að okkur henti að venda kvæði okkar í kross og leika á annan hátt gegn Flensburg en á móti öðrum andstæðingum þótt ljóst sé að Flensburg sé sterkari en önnur sem við höfum mætt til þessa. Ég geri mér einnig grein fyrir að gangi ekki allt upp þá verð ég að grípa í taumana ef allt verður komið í reyk hjá okkur,“ sagði Snorri Steinn.

Næstu leikir Vals í Evrópudeildinni:
29.nóvember: PAUC - Valur, kl. 19.45.
6.desember: Ferencváros - Valur, kl. 16.45.
13.desember: Valur - Ystads IF HF, kl.19.45.

„Ef við leikum vel þá eru tæknifeilarnir fáir, það segir sig sjálft, og er reyndar algjört lykilatriði fyrir okkur, ekki bara í leik gegn Flensburg heldur einnig gegn liðum í deildinni hér heima,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals.

SG Flensburg-Handewitt.
Þýska 1. deildin:
Gull: 2004, 2018, 2019.
Silfur: 1996, 1997, 1999, 2000, 2003, 2005, 2006, 2008, 2012, 2013, 2016, 2017, 2020, 2021.
Þýska bikarkeppnin:
Gull: 2003, 2004, 2005, 2015.
Silfur: 1992, 1994, 2000, 2011, 2012, 2013, 2014, 2016, 2017.
Meistarar meistaranna:
Gull: 2000, 2013, 2019.
Silfur: 1997, 2003, 2004, 2005, 2012, 2015, 2018, 2020.
Meistaradeild Evrópu:
Gull: 2014.
Silfur: 2004, 2007.
Brons: 2006.
EHF bikarinn:
Gull: 2001, 2012.
Silfur: 2002.
Evrópubikarkeppnin:
Gull: 1997.
Silfur: 1998, 2000.
HM félagsliða:
Brons: 2014.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -