- Auglýsing -
- THW Kiel varð í dag þýsku meistari í handknattleik karla í 23. sinn í sögunni. Leikmenn Kiel innsigluðu meistaratitilinn með öruggum sigri á útivelli gegn Göppingen, 34:27, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:13.
- Leikmenn Kiel voru komnir með aðra höndina á meistarabikarinn fyrir leikinn í dag. Þeir þurftu eitt stig úr viðureigninni í Göppingen til þess að titillinn væri í höfn. Kiel vann sér inn 59 stig í 34 leikjum.
- Meistarar síðasta árs, SC Magdeburg, höfnuðu í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir THW Kiel. Magdeburg vann Wetzlar á útivelli, 35:30. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk og átti sjö stoðsendingar fyrir Magdeburgliðið.
- Füchse Berlin, sem lengi var í efsta sæti deildarinnar varð að gera sér þriðja sætið að góðu eftir að hafa fatast flugið síðustu vikur. Liðið varð átta stigum á eftir meisturunum. Berlínarliðið tapaði í heimsókn til Lemgo í lokaumferðinni, 35:32.
- Arnór Þór Gunnarsson mátti sætta sig við tap, 30:29, heimavelli í síðasta leik sínum fyrir Bergischer HC sem leikmaður liðsins. HC Erlangen, með Ólaf Stefánsson innanborðs, fór til Nürnberg með bæði stigin í leiknum. Arnór Þór skoraði tvö mörk í kveðjuleiknum en Arnór hefur verið leikmaður Bergischer HC í 11 ár. Hann tekur nú við starfi aðstoðarþjálfara og auk þess að þjálfa yngri lið félagsins.
- Teitur Örn Einarsson og samherjar í Flensburg unnu bikarmeistara Rhein-Nekcar Löwen í uppgjöri um fjórða sætið, 34:31, á heimavelli. Teitur Örn skoraði eitt mark og var einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur.
- Elliði Snær Viðarsson skoraði fimm mörk og Hákon Daði Styrmisson tvö þegar Gummersbach gerði jafntefli við fallið lið GWD Minden, 38:38, í Minden. Sveinn Jóhannsson skoraði tvisvar sinnum fyrir GWD Minden.
- Rúnar Sigtryggsson stýrði SC DHfK Leipzig til sigurs á ASV Hamm-Westfalen, 33:28.
- Heiðmar Felixson aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf fagnaði sigri með félögum sínum í heimsókn til Stuttgart, 34:31.
- THW Kiel og SC Magdeburg taka sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabilil. Füchse Berlin, Flensburg, Rhein-Neckar Löwen og Hannover-Burgdorf eiga rétt á að taka þátt í Evrópudeildinni, annað hvort öðlast beinan keppnisrétt í riðlakeppninni eða reyna fyrir sér í undankeppninni í september.
Lokastaðan:
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -