- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þýsk nákvæmni í tíu marka sigri Arnórs Þór og félaga

Arnór Þór Gunnarsson. Mynd/Bergischer HC
- Auglýsing -

Arnór Þór Gunnarsson og samherjar í Bergischer HC unnu í kvöld góðan sigur á Leipzig á heimavelli, 30:20, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Frábær varnarleikur lagði grunn að sigri Bergischer HC sem var fimm mörkum yfir í hálfleik, 15:10. Óhætt er að segja að þýsk nákvæmni hafi ráðið ferðinni hjá leikmönnum liðanna þegar mörkunum var jafnt skipt á milli hálfleika.


Arnór Þór skoraði þrjú mörk í jafn mörgum tilraunum. Ekkert markanna skoraði Arnór Þór úr vítakasti. Hann átti einnig tvær stoðsendingar.
Bergischer HC er komið upp í áttunda sæti deildarinnar með níu stig eftir sigurinn.

Annar í röð

Þau óvæntu úrslit urðu í hinum leik kvöldsins að Kiel tapaði fyrir nýliðum Lübbecke, 29:25, á heimavelli síðarnefnda liðsins. Kiel hefur þar með tapað tveimur leikjum í röð í deildinni. Elstu menn rekur vart minni til að Kiel hafi á síðustu árum tapað tveimur leikjum í röð í þýsku 1. deildinni.
Kiel tapaði á heimavelli fyrir viku gegn SC Magdeburg, 29:27.

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -