- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þýska liðið Kiel hafði samband við Aron

Þýska liðið THW Kiel hafði samband við Aron á dögunum. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Viktor Szilagyi íþróttastjóri þýska handknattleiksliðsins THW Kiel staðfestir í samtali við Kieler Nachrichten að hann hafi heyrt í Aroni Pálmarssyni á dögunum og kannað hvort áhugi væri hjá honum að koma til liðs við félagið á nýjan leik. Kiel leitar að liðsauka eftir vonbrigði með árangurinn í þýsku 1. deildinnni nýliðinni leiktíð.

Ekkert tilboð

„Við höfum velt upp ýmsum kostum. Þeirra á meðal er Aron. Hinsvegar gekk málið aldrei svo langt að við sendum honum tilboð,“ segir Szilagyi við Kieler Nachrichten eftir því sem handball-world segir frá.

Aron lék með THW Kiel frá 2009 og 2015. Hann er afar virtur innan félagsins enda í burðarhlutverki lengst af í sigursælu liði undir stjórn Alfreðs Gíslasonar.

Aron flutti heim til Íslands fyrir ári og gekk til liðs við uppeldisfélag sitt eftir 14 ára veru í Evrópu með nokkrum bestu félagsliðum álfunnar. Hann var fyrirliði Íslands- og deildarmeistara FH í vor og var valinn mikilvægasti leikmaður Olísdeildar karla þegar deildin var gerð upp á dögunum.

Liðið hafnaði í fjórða sæti þýsku 1. deildarinnar í vor og komst fyrir vikið m.a. ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Forráðamenn félagsins hafa staðfest að fyrir vikið verði félagið af tekjum upp á allt að einni milljón evra, um 150 milljónir króna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -