- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Þýskaland leikur um verðlaun á HM í fyrsta sinn í 18 ár

- Auglýsing -

Þýskaland leikur til verðlauna á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í fyrsta sinn í 18 ár eftir öruggan sigur á brasilíska landsliðinu, 30:23, í fyrsta leik átta liða úrslita í Westfalenhalle í Dortmund í kvöld. Þjóðverjar mæta annað hvort Danmörku eða Frakklandi í undanúrslitum í Rotterdam á föstudaginn. Viðureign Dana og Frakka fer fram annað kvöld í Rotterdam eins og undanúrslitaleikirnir á föstudaginn.


Þjóðverjar voru með yfirhöndina í viðureigninni við Brasilíu frá upphafi til enda að þessu sinni. Þegar fyrri hálfleikur var að baki hafði þýska liðið sex marka forskot, 17:11. Flest benti til öruggs sigurs þýska liðsins þangað til 10 mínútur voru eftir þegar brasilíska liðinu tókst að minnka muninn í þrjú mörk, 25:22. Nær komust brasilísku konurnar ekki.

Markus Gaugisch landsliðsþjálfari Þýskalands og leikmenn hans. Ljósmynd/EPA

Antje Döll var markahæst í þýska liðinu með sex mörk. Emily Vogel var næst með fimm mörk. KJathatina Filter átti stórleik í þýska markinu, varði 14 skot, 41%, og var valin besti leikmaður viðureignarinnar.

Paula de Bruna var markahæst eins og stundum áður hjá brasilíska liðinu með sex mörk.

Klukkan 19.30 hefst síðari viðureign dagsins í átta liða úrslitum. Noregur og Svartfjallaland mætast í Westfalenhalle.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -