- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Til skoðunar að vísa ummælum Jónatans til aganefndar

Jónatan Þór Magnússon þjálfari KA flytur til vestur Gautlands í sumar. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Ummæli sem Jónatan Þór Magnússon þjálfari KA lét sér um munn fara í samtali við RÚV eftir tap KA fyrir Aftureldingu í átta liða úrslitum Poweradebikarsins í handknattleik karla í fyrrakvöld eru komin inn á borð framkvæmdastjóra HSÍ. þetta fékk handbolti.is staðfest í morgun.

Metið verður hvort ástæða sé til að vísa þeim til aganefndar á þeim forsendum að þau séu óíþróttamannsleg og eða skaði ímynd handknattleiksíþróttarinnar.


Jónatan var ómyrkur í máli í fyrrgreindu viðtali strax eftir að úrslit réðust eftir framlengingu. Hann beindi orðum sínum sérstaklega að öðrum dómaranum án þess að nafngreina hann.

„Það eru menn sem dæma sem þurfa að vera í sviðsljósinu og stela bara þrumunni. Fyrir mér er þetta maður sem langar að eiga sviðið, þannig upplifi ég það. Í staðinn fyrir að leyfa leiknum að njóta sín, og láta leikmennina vera af því það eru þeir sem eru að spila,“ sagði Jónatan Þór m.a. en heyra má allt viðtalið á vef RÚV með því að smella hér.


Bjarki Bóasson og Jónas Elíasson dæmdu viðureignina í KA-heiminu.


KA tapaði eftir framlengingu í spennandi og skemmtilegum leik, 35:32.


Ef ummælunum verður vísað til aganefndar tekur hún þau væntanlega fyrir á vikulegum fundi sínum á þriðjudaginn kemur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -