- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tilfinningin var góð allan leikinn

Ari Pétur Eiríksson stekkur upp fyrir framan vör FH þar sem fyrir eru Einar Bragi Aðalsteinsson, Jón Bjarni Ólafsso og Ásbjörn Friðriksson. Gunnar Dan Hlynsson línumaður Gróttu horfir vonaraugum á boltann. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

„Við mættum grimmir í leikinn og lékum góða vörn. Fyrir vikið voru Gróttumenn í erfiðleikum með að skora meðan við fengum færi í flestum okkar sóknum. Tilfinningin var góð alla leikinn,“ sagði Ásbjörn Friðriksson leikmaður FH í samtali við handbolta.is í Kaplakrika í kvöld að loknum sjö marka sigurleik FH-inga á Gróttu, 31:24, í 10. umferð Olísdeildar. Með sigrinum náði FH efsta sæti Olísdeildar. Liðið er með 17 stig, einu stigi fleira en Valur. Grótta er áfram í 9. sæti með sex stig.


Staðan var 18:12 fyrir þegar fyrri hálfleikur var að baki. Mörk FH hefðu hæglega getað verið fleiri því næg voru færin, ekki síst eftir seinni bylgju. Það var reyndar mesta furða hvað markverðir Gróttu náðu að vera eins slök og vörn liðsins var.

FH-liðið lék frábærlega í 53 mínútur í leiknum. Forskoti var 10 mörk, 29:19, þegar sjö mínútur voru til leiksloka og Grótta tók leikhlé.

(Jói Long var í Kaplakrika og tók myndirnar hér fyrir ofan).

Varnarleikurinn FH var mjög góður og markvarslan frábær hjá Daníel Frey Andréssyni. Hraðar sóknir FH-inga ollu Gróttumönnum erfiðleikum. Varnarleikur liðsins var slakur á köflum og engu var líkara en leikmenn bæru nokkra virðingu fyrir FH-ingum.

Mjög ánægður með liðið

„Gróttuliði veitir öllum liðum keppni. Það er erfitt viðureignar með hröðum leik sínum og það heldur alltaf áfram. Þannig að ef slakað á gegn þeim þá er þeir fljótir að koma sér inn í leikinn. Við vissum að nauðsynlegt væri að leika á fullu allt til loka og það tókst okkur í kvöld. Ég er mjög ánægður með liðið að þessu sinni,“ sagði Ásbjörn leikmaður og aðstoðarþjálfari FH.

„Við erum mjög öflugir í seinni bylgjunni eins og sást í kvöld. Ég viss um að við getum orðið ennþá betri,“ sagði Ásbjörn en segja má að yfirburðir FH hafi kristallast í góðum varnarleikur og hröðum sóknum í kjölfarið.

Tekst ekki alltaf

„Það er mikilvægt að leika góða vörn því hún gefurokkur svo gott tækifæri á hröðum sóknum og auðveldum mörkum. Þetta fer illa með mörg lið sem við mætum, ekki síst á heimavelli. Því miður þá tekst okkur ekki alltaf leika eins og við viljum,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, FH-ingur í samtali við handbolta.is í Kaplakrika í kvöld.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Mörk FH: Einar Bragi Aðalsteinsson 7, Einar Örn Sindrason 5/1, Jóhannes Berg Andrason 5, Ásbjörn Friðriksson 4/2, Símon Michael Guðjónsson 3, Aron Pálmarsson 3, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Þórir Ingi Þorsteinsson 1, Birgir Már Birgisson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 14, 42,4% – Axel Hreinn Hilmisson 2, 28,6%.

Mörk Gróttu: Jakob Ingi Stefánsson 7, Andri Fannar Elísson 4, Antoine Óskar Pantano 3, Ágúst Ingi Óskarsson 3, Hannes Grimm 3, Ágúst Emil Grétarsson 2, Ari Pétur Eiríksson 1, Elvar Otri Hjálmarsson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 11, 32,4% – Shuhei Narayama 6/1, 42,9%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -