- Auglýsing -
Á síðustu andartökum hefðbundins leiktíma í viðureign Íslands og Noregs í dag vann Elvar Örn Jónsson boltann og kastaði yfir leikvöllinn að auðu marki Norðmanna. Staðan var jöfn, 27:27. Boltinn fór rétt framhjá annarri markstönginni, röngu megin fyrir íslenska liðið nánast á sama andartaki og leiktíminn var úti.
„Tíminn hefur aldrei liðið eins hægt og þegar við horfðum á eftir boltanum. Þetta var einhvern veginn svo lengi að gerast,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir leikinn.
- Auglýsing -