- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tinna Sigurrós hefur gengið til liðs við Stjörnuna

Tinna Sigurrós Traustadóttir leikur með Stjörnunni á næsta keppnistímabili. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Tinna Sigurrós Traustadóttir landsliðskona í handknattleik frá Selfossi hefur ákveðið að ganga til liðs við Stjörnuna og kveðja þar með uppeldisfélag sitt. Garðabæjarliðinu hefur skort örvhenta skyttu og ljóst að koma Tinnu Sigurrósar er mikill fengur fyrir liðið.

Tinna Sigurrós hefur leikið með Selfossi allan sinn feril og var í stóru hlutverki í meistaraflokksliðinu undanfarin ár þrátt fyrir ungan aldur. Hún skoraði 68 mörk í 16 leikjum í liði félagsins sem vann Grill 66-deildina í vor með miklum yfirburðum, fullu húsi stiga. Selfoss leikur þar með í Olísdeildinni í haust eftir eins árs fjarveru. Hún lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Svíþjóð í undankeppni EM á Ásvöllum í lok febrúar.

Tinna Sigurrós hefur átt sæti í yngri landsliðunum og er m.a. í U20 ára landsliðinu sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu sem fram fer í Skopje í Norður Makedóníu í næsta mánuði.

„Tinna er mjög góður leikmaður sem ég hlakka til að vinna með næstu árin. Það gleður mig mikið að hún sé að koma í Stjörnuna og er ég sannfærður um að hún á eftir að smellpassa inn í okkar lið,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari meistaraflokksliðs Stjörnunnar í tilkynningu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -