- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tinna Sigurrós sópaði til sín verðlaunum – verðlaunahafar í Grill66-deildum

Tinna Sigurrós Traustasdóttir fyrir miðri mynd með Guðmund B. Ólafsson formann HSÍ sér til hægri handar og Reyni Stefánsson varaformann HSÍ til vinstri handar. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Tinna Sigurrós Traustadóttir leikmaður Selfoss sópaði til sín verðlaunum fyrir frammistöðuna í Grill66-deild kvenna á nýliðinni leiktíð á verðlaunahófi Grill 66 deildar karla og kvenna sem haldið var í Minigarðinum í hádeginu. Hún hlaut þrenn verðlaun. Nafn hennar og liðsfélagi Tinna Soffía Traustadóttir, hlaut ein verðlaun auk þess semm þjálfari Selfoss var valinn þjálfari ársins.

Tinna Sigurrós var í sigurliði deildarinnar, Selfossi, sem leikur í Olísdeild á næsta keppnistímabili.


Meiri dreifing var á viðurkenningum til þátttakenda í Grill66-deild karla. ÍR-ingurinn Kristján Orri Jóhannsson var valinn besti leikmaður deildarinnar og Carlos Martin Santos hreppti hnossið í vali á þjálfara ársins. Undir stjórn Santos vann Hörður deildina og leikur í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili í fyrsta sinn í sögu sinni.

F.v.: Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, Óli Björn Vilhjálmsson sem tók við viðurkenningu Carlos Santons þjálfara Harðar, Andri Heimir Friðriksson, Kristján Orri Jóhannsson, Sigurður Ingiberg Ólafsson, Benedikt Gunnar Óskarsson sem tók við viðurkenningur Tryggva Garðars Jónssonar og Reynir Stefánsson varaformaður HSÍ. Mynd/HSÍ

Verðlaunahafar í Grill66-deildunum eru eftirtaldir

Grill 66 deild karla:

  • Þjálfari ársins: Carlos Martin Santos – Hörður.
  • Besti leikmaður: Kristján Orri Jóhannsson – ÍR.
  • Besti varnarmaður: Andri Heimir Friðriksson – ÍR.
  • Besti sóknarmaður: Tryggvi Garðar Jónsson – Valur U.
  • Besti markmaður: Sigurður Ingiberg Ólafsson – ÍR.
  • Efnilegasti leikmaðurinn: Tryggvi Garðar Jónsson – Valur U.


Grill 66 deild kvenna:

F.v.: Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ, Svavar Vignisson, Isabella Schöbel Björnsdóttir, Tinna Sigurrós Traustadóttir, Tinna Soffía Traustadóttir og Reynir Stefánsson varaformaður HSÍ. Mynd/HSÍ
  • Þjálfari ársins: Svavar Vignisson – Selfoss.
  • Besti leikmaður: Tinna Sigurrós Traustadóttir – Selfoss.
  • Besti varnarmaður: Tinna Soffía Traustadóttir – Selfoss.
  • Besti sóknarmaður: Tinna Sigurrós Traustadóttir – Selfoss.
  • Besti markmaður: Ísabella Schöbel Björnsdóttir – ÍR.
  • Efnilegasti leikmaðurinn: Tinna Sigurrós Traustadóttir – Selfoss.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -