Keppni í Olísdeild karla í handknattleik hefst fimmtudaginn 16. september með heilli umferð, sex leikjum, samkvæmt frumdrögum sem Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út og sent til félaga.
Íslandsmeistarar Vals hefja titilvörnina á leik við Gróttu í Hertzhöllinni.
Nýliðar deildarinnar, HK og Kría, hefja leik á heimavelli. HK fær KA í heimsókn en leikmenn Kríu taka á móti ÍBV. Samkvæmt drögunum þá er gert ráð fyrir að Kría leiki í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi eins og Grótta en eins og handbolti.is í greindi frá gær er óvíst að svo verði.
Leikir 1. umferðar:
HK – KA.
Haukar – Fram.
Kría – ÍBV.
Grótta – Valur.
Selfoss – FH.
Valur – Stjarnan.
Önnur umferð á að fara fram fimmtudaginn 23. september með eftirfarandi viðureignum:
Afturelding – Haukar.
Valur – HK.
KA – Kría.
FH – Grótta.
Fram – Selfoss.
Stjarnan – ÍBV.
Eftir aðra umferð verður gert hlé á keppni í Olísdeildar karla til 10. október vegna úrslitahelgar Coca Cola-bikarkeppninnar sem fram fer um mánaðarmótin, september – október. Bikarkeppni nýliðins tímabils var að mestu frestað fram til haustsins.
Nýliðar Kríu mæta Íslandsmeisturum Vals í þriðju umferð á sínum heimavelli.
Gert er ráð fyrir að 13 umferðum af 22 í Olísdeild karla verði lokið þegar hlé verður gert á deildarkeppninni 17. desember vegna jólaleyfa og síðar þátttöku íslenska karlalandsliðsins í Evrópumótinu í Ungverjalandi í janúar. Þráðurinn verður tekinn upp á nýju sunnudaginn 6. febrúar samkvæmt drögunum.
Síðasta umferð Olísdeildar karla fer fram sunnudaginn 10. apríl, pálmasunnudegi, þar sem Hafnarfjarðarslagur verður á dagskrá þegar FH-ingar sækja Hauka heim í Schenkerhöllina á Ásvöllum.
Hægt er að skoða frumdrögin hér.