- Auglýsing -
Orri Freyr Þorkelsson og liðsmenn í Sporting Lissabon hófu langa leið að titilvörn sinni í gær á Madeira með sigri á Maritimo, 36:29. Sporting hafði þriggja marka forskot í hálfleik, 18:15.
Orri Freyr skoraði fjögur mörk í leiknum, tvö þeirra úr vítaköstum. Hann nýtti öll markskot sín í leiknum en álaginu var dreift á milli leikmanna liðsins. Francisco Costa var markahæstur með 10 mörk og fyrirliðinn Salvador Salvador var næstur með sjö mörk.
Þjóðarsorg ríkir í Portúgal í dag eftir að kláfferja fór út af sporinu í Lissabon í síðdegis í gær með þeim afleiðingum að 16 eru látnir og á þriðja tug fólks slasaðist, nokkrir lífshættulega, eftir því fram kemur á mbl.is.
- Auglýsing -