- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tíu leikir eftir áður en úrslitakeppnin hefst

KA/Þór og Valur eru hvort á sínum enda stöðutöflunnar í Olísdeild kvenna þegar 10 leikir eru eftir. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Nítjánda umferð Olísdeildar kvenna fór fram í gær, laugardag. Þar með eru tvær umferðir eftir sem leiknar verða 16. og 23. mars. Einnig standa tveir leikir út af borðinu sem fresta varð á sínum tíma vegna veðurs og erfiðleika í samgöngum.

Valur varð deildarmeistari í Olísdeild kvenna í gær. Kapphlaupið um annað sætið stendur á milli Fram og Hauka. Liðið sem hafnar í öðru sæti situr yfir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar ásamt deildarmeisturum Vals. Úrslitakeppni Olísdeildar hefst 12. apríl.

Einnig er barátta á botni deildarinnar, um að forðast fall í Grill 66-deildina, forðast sæti í umspili og einnig er kapphlaup um sjötta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni.

Framundan er hlé á keppni í Olísdeild kvenna vegna landsleikja á næstu dögum en í framhaldi af þeim tekur við bikarvika Powerade og HSÍ.

Leikirnir 10 sem eftir eru í Olísdeild kvenna:
Föstudagur 8. mars: KA/Þór – ÍBV kl. 17.
Þriðjudagur 12. mars: ÍBV – Haukar, kl. 17.30.

20. umferð – laugardaginn 16. mars:
ÍR – Stjarnan, kl. 17.30.
KA/Þór – Afturelding, kl. 17.30.
ÍBV – Fram, kl. 17.30.
Valur – Haukar, kl. 17.30.

21. og síðasta umferð – laugardaginn 23. mars:
Stjarnan – ÍBV, kl. 17.30.
Haukar – ÍR, kl. 17.30.
Afturelding – Valur, kl. 17.30.
Fram – KA /Þór, kl. 17.30.

Staðan í Olísdeild kvenna:

Úrslit leikja 19. umferðar

Stjarnan – Valur 27:31 (17:17).
Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 11/3, Anna Karen Hansdóttir 5, Helena Rut Örvarsdóttir 4, Anna Lára Davíðsdóttir 3, Vigdís Arna Hjartardóttir 2, Embla Steindórsdóttir 2.
Varin skot: Darija Zecevic 16, 34%.
Mörk Vals: Thea Imani Sturludóttir 9, Elín Rósa Magnúsdóttir 6, Morgan Marie Þorkelsdóttir 4, Lilja Ágústsdóttir 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Auður Ester Gestsdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 15/2, 35,7%.

„Stoltur af stelpunum“
Valur er deildarmeistari í Olísdeildinni 2024

Afturelding – Fram 20:31 (10:15)
Mörk Aftureldingar: Hildur Lilja Jónsdóttir 5, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 5, Ragnhildur Hjartardóttir 3, Susan Ines Gamboa 2, Anna Katrín Bjarkadóttir 2, Sylvía Björt Blöndal 2, Katrín Erla Kjartansdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 2/1, 7,1% – Rebecca Fredrika Adolfsson 0.
Mörk Fram: Alfa Brá Hagalín 6, Kristrún Steinþórsdóttir 6, Harpa María Friðgeirsdóttir 4, Berglind Þorsteinsdóttir 3/3, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 3, Lena Margrét Valdimarsdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1, Íris Anna Gísladóttir 1.
Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir 18, 50% – Ingunn María Brynjarsdóttir 1, 33,3%.

Ellefu marka sigur hjá Fram að Varmá

ÍR – ÍBV 20:27 (11:15).
Mörk ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 5/5, Katrín Tinna Jensdóttir 4, Vaka Líf Kristinsdóttir 3, Hanna Karen Ólafsdóttir 3, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 2, Erla María Magnúsdóttir 1, Matthildur Lilja Jónsdóttir 1, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 1.
Varin skot: Ísabella Schöbel Björnsdóttir 7, 26,9% – Hildur Öder Einarsdóttir 3, 27,3%.
Mörk ÍBV: Birna Berg Haraldsdóttir 7, Elísa Elíasdóttir 7, Amelía Einarsdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 3, Birna María Unnarsdóttir 2, Karolina Olszowa 2, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 2.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 17/1, 47,2%.

ÍBV gaf ekki eftir fjórða sætið – Marta var í ham

Haukar – KA/Þór 32:24 (13:13).
Mörk Hauka: Inga Dís Jóhannsdóttir 7, Ragnheiður Ragnarsdóttir 6, Elín Klara Þorkelsdóttir 5/2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 3, Ragnheiður Sveinsdóttir 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 3, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 7, 29,2% – Elísa Helga Sigurðardóttir 2, 22,2%.
Mörk KA/Þórs: Isabella Fraga 10/4, Nathalia Soares Baliana 5, Telma Lísa Elmarsdóttir 4, Anna Þyrí Halldórsdóttir 3, Aþena Einvarðsdóttir 1, Lydía Gunnþórsdóttir 1/1.
Varin skot: Matea Lonac 11/1, 25,6%.

Haukar tóku völdin í síðari hálfleik á Ásvöllum

Staðan í Olísdeild kvenna

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -