Fjölnir fangaði í kvöld sínum þriðja sigri í Grill 66-deild kvenna þegar liðið lagði Val 2, 27:17, í Fjölnishöllinni í Grafarvogi. Fjölnir var fimm mörkum yfir í hálfleik, 14:9.
Við sigurinn þá færðist Fjölnir upp í 5. sæti deildarinnar og er við hlið FH þegar átta umferðum er lokið. Skammt er í Aftureldingu sem er aðeins einu stigi ofar.
Signý Pála Pálsdóttir markvörður Fjölnis, sem eitt sinn lék með Val, átti stórleik. Hún varði 17 skot, 50% hlutfallsmarkvarsla. Signý Pála kom til Fjölnis í sumar eftir nokkurra ára veru hjá Víkingi en áður var hún með Hlíðarendaliðinu.
Mörk Fjölnis: Sara Kristín Pedersen 5, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 5, Vera Pálsdóttir 5, Berglind Benediktsdóttir 4, Hildur Sóley Káradóttir 4, Karólína Ósk Arndal Sigurlaugardóttir 2, Matthildur Lóa Baldursdóttir 1, Signý Harðardóttir 1.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 17.
Mörk Vals 2: Ágústa Rún Jónasdóttir 8, Laufey Helga Óskarsdóttir 3, Sara Lind Fróðadóttir 2, Alba Mist Gunnarsdóttir 1, Anna Margrét Alfreðsdóttir 1, Lena Líf Orradóttir 1, Þórdís Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Elísabet Millý Elíasardóttir 8.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deild kvenna.



