- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tíu markalausar mínútur KA og Gróttumenn hrósuðu sigri

Róbert Gunnarsson og leikmenn Gróttu taka á móti KA. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Grótta fagnaði sigri á KA í fyrsta leik liðanna í Olísdeild karla í handknattleik í rífandi góðri stemningu í Hertzhöllinnni á Seltjarnarnesi síðdegis, 29:25, eftir jafna stöðu í hálfleik, 15:15. Gróttumenn lögðu grunn að sigrinum með afar góðum 10 mínútna kafla í síðari hálfleik. Þá skoruðu þeir sex mörk í röð og komust yfir, 27:21, þegar átta mínútur voru til leiksloka. KA-menn áttu ekki aftursnúið og fara tómhentir norður á bóginn.

Grótta byrjaði leikinn frábærlega með því að skora fyrstu fimm af sex mörkum leiksins. Mikill kraftur og barátta var í leikmönnum. KA-menn fóru ekkert á taugum. Þeir unnu sig inn í leikinn og komust meira að segja einu sinni yfir áður en fyrri hálfleikur var úti.

Framan af síðari hálfleik var jafnt á öllum tölum, eða svo mátti segja. Dagur Árni Heimisson kom KA marki yfir, 21:20, þegar 17 mínútur voru til leiksloka. Áfram stefndi allt jafnan leik.

Annað varð raunin. Magnús Gunnar Karlsson, markvörður sem kom til Gróttu að láni frá Haukum á dögunum, skellti í lás í markinu um stund. Samherjar hans í sókninni nýttu það til þess að bæta við forskoti og í raun tryggja liðinu sigur. KA-menn misstu aðeins móðinn og áttu ekki leið til baka.

Mörk Gróttu: Jón Ómar Gíslason 9/4, Jakob Ingi Stefánsson 7, Elvar Otri Hjálmarsson 4, Hannes Grimm 3, Ari Pétur Eiríksson 2, Sæþór Atlason 2, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 1, Atli Steinn Arnarson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 11, 34,4% – Hannes Pétur Hauksson 2/1, 33,3%.

Mörk KA: Daði Jónsson 6, Dagur Árni Heimisson 6, Einar Rafn Eiðsson 4, Ott Varik 3, Patrekur Stefánsson 2, Einar Birgir Stefánsson 2, Marcus Rattel 1, Kamil Pedryc 1.
Varin skot: Bruno Bernat 13, 31,7% – Óskar Þórarinsson 0.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Tölfræðin hjá HBStatz.

Handbolti.is var í Hertzhöllinni og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -