Tíu vináttuleikir í handknattleik karla fóru fram víðsvegar um Evrópu í kvöld. Leikirnir eru liður í undirbúningi landsliðanna fyrir Evrópu-, Afríku- og Asíukeppni landsliða sem eru á næstu grösum. M.a. voru tveir andstæðingar íslenska landsliðsins á EM í kappleikjum í kvöld.
Serbar unnu stórsigur á Slóvenum í 1. umferð fjögurra liða móts sem hófst í Granollers á Spáni, 31:24. Svartfellingar bíðu lægri hlut fyrir Króötum, 29:25, í Poreč í Króatíu.
Úrslit leikjanna í kvöld:
Króatía – Svartfjallaland 29:25 (14:13).
Norður Makedónía – Grikkland 33:30 (18:15).
Spánn – Pólland 31:25 (12:13).
Sviss – Rúmenía 37:31 (15:11).
Slóvakía – Serbía 21:34 (14:16).
Argentína – Bosnía og Hersegóvína 32:23 (15:14).
Brasilía – Barein 30:28 (19:12).
– Aron Kristjánsson er landsliðsþjálfari Barein.
Frakkland – Túnis 35:26 (20:13).
Egyptaland – Holland 30:28 (13:15).
Danmörk – Noregur 27:27 (13:15).