- Auglýsing -
Hinn 19 ára gamli færeyski handknattleiksmaður, Elias Ellefsen á Skipagøtu, sló í gegn í sínum fyrsta A-landsleik á heimavelli á sunnudaginn þegar færeyska landsliðið tapaði naumlega fyrir landsliði Úkraínu, 26:25, í undankeppni EM í Höllinni á Hálsi í Þórshöfn.
Auk markanna sjö lagði þessi ungi töframaður færeyska handboltans upp nokkur mörk og lék eins og sá sem valdið hefur. Elias gekk til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Sävehof á síðasta sumri. Hann er einn úr afar efnilegu liði Færeyinga sem vann Opna Evrópumót 18 ára landsliða í Partille fyrir tveimur árum.
Hér er stutt myndskeið með tilþrifum törframannsins á Skipagøtu í leiknum á sunnudaginn þegar hann lék Úkraínumenn grátt hvað eftir annað.
- Auglýsing -