- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tókst ekki að vinna upp slakan fyrri hálfleik

Thea Imani Sturludóttir í leik með Århus United. Mynd Erik Laursen, FB-síða Århus United.
- Auglýsing -

Thea Imani Sturludóttir og félagar í Århus United töpuðu í kvöld á heimavelli fyrir TTH Holstebro, 26:18, í elleftu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Afleitur fyrri hálfleikur af hálfu Árósarliðsins fór með vonir þess um að ná einhverju út úr leiknum. Níu mörkum munaði á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 14:5.

Þrátt fyrir betri frammistöðu í síðari hálfleik þá dugði það skammt.

Thea skoraði eitt mark, átt tvö markskot en einnig þrjár stoðsendingar.

Árósarliðið er fallið niður í níunda sæti deildarinnar með níu stiga að loknum 11 leikjum. Hvorki hefur gengið né rekið í síðustu leikjum, hvorki í deild né bikarkeppninni auk þess sem vafi leikur á hvort liðið endist út leiktíðina vegna fjárhagserfiðleika.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -