- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tóku Vængina í karphúsið eftir mánaðarhlé

Arnór Þorri Þorsteinsson leikmaður Þórs á Akureyri. Mynd/Páll Jóhannesson
- Auglýsing -

Eftir mánaðarhlé frá kappleikjum í Grill66-deild karla í handknattleik var ekki annað að sjá en leikmenn Þórs væru klárir í slaginn er þeir sóttu liðsmenn Vængja Júpíters heim í Dalhús í kvöld.


Þórsarar hituðu reyndar upp á miðvikudagskvöldið með leik við FH í átta liða úrslitum Coca Cola-bikarnum á miðvikudagskvöldið á heimavelli áður en þeir lögðu land undir fót til að sækja tvö stig í Grafarvogin. Og það tókst þeim. Þór vann með 12 marka mun, 37:25, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik, 16:9.


Eftir leiki Þórs 4. og 5. febrúar í deild og bikarkeppni þá bankaði kórónuveira á dyrnar í herbúðum liðsins og lék leikmenn grátt um langt skeið. Þar af leiðandi varð að slá leikjum á frest. Fyrir vikið er nokkuð ströng leikjadagskrá framundan hjá liðinu.


Þórsarar eru þar með skammt á eftir toppliðunum. Þeir eru í fjórða sæti með 20 stig að loknum 13 leikjum og eru fjórum stigum og tveimur leikjum frá Herði og Fjölni sem eru í öðru og þriðja sæti.


Það hjálpaði lítið upp á sakirnar hjá liði Vængjanna þótt teflt væri fram nýjum liðsmanni, Sigurjóni Friðbirni Björnssyni. Hann tók skóna af hillunni og dögunum og gekk til liðs við Vængina. Sigurjón Friðbjörn sem lék um árabil m.a. með ÍR og HK skoraði tvö mörk í frumraun sinni með Vængjum Júpíters. Vænta má þess að hann slípist betur að leik liðsins á næstunni.


Mörk VJ.: Gísli Steinar Valmundsson 8, Brynjar Jökull Guðmundsson 5, Guðmundur Rögnvaldsson 3, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 2, Andri Hjartar Grétarsson 2, Albert Garðar Þráinsson 2, Hlynyr Már Guðmundsson 1, Róbert Pettersson 1, Gunnar Valur Arason 1.

Mörk Þórs: Halldór Yngvi Jónsson 6, Elvar Örn Jónsson 6, Arnór Þorri Þorsteinsson 5, Tomislav Jagurinovski 5, Josip Kezic 4, Arnon Hólm Kristjánsson 3, Viktor Jörvar Kristjánsson 3, Jón Ólafur Þorsteinsson 2, Jóhann Einarsson 2, Viðar Ernir Reimarsson 1.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -