- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tóku völdin í síðari hálfleik

Þorgils Jón Svölu-Baldursson og félagar í Val unnu dýrmæt tvö stig í Hleðsluhöllinni í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Valsmenn unnu í kvöld annan leik sinn í röð í Olísdeild karla er þeir lögðu Selfsoss, 31:26, í Hleðsluhöllinni á Selfossi. Framúrskarandi leikur Valsara síðustu 20 mínútur leiksins réðu úrslitum að þessu sinni. Á þeim kafla hristu þeir leikmenn Selfoss af sér og náðu góðu forskoti sem þeir héldu allt til leiksloka. Staðan var jöfn í hálfleik, 15:15.


Valur hefur þar með 20 stig eftir 18 leiki í sjötta sæti. Selfossi er með stigi meira i þriðja sæti. Aðeins munar fjórum stigum á Selfossi og KA sem er í níunda sæti auk þess sem KA hefur aðeins leikið 16 leiki. Spennan er því afar mikil í deildinni þegar komið er nærri endasprettinum og ljóst að baráttan um sæti í úrslitakeppninni verður hörð.


Leikmenn Selfoss voru sterkari framan af fyrri hálfleik og komust m.a. 9:2 yfir snemma. Valur svaraði eftir leikhlé með 10 mörkum á sama tíma og Selfoss náði aðeins að skora þrjú.

Valsarar unnu sig hægt og sígandi inn í viðureignina og voru sterkari í síðari hálfleik eins og áður sagði. Miklu máli skipti fyrir Valsliðið að endurheimta Magnús Óla Magnússon en hann hefur verið frá um nokkurt skeið vegna nárameiðsla. Hann skoraði fjögur mörk í fimm skotum og skapað sex marktækifæri. Þorgils Jón Svölu-Baldursson og Alexander Júlíusson voru öflugir í vörninni auk þess sem Þorgils Jón skoraði fjögur mörk.


Mörk Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 6, Guðjón Baldur Ómarsson 6, Einar Sverrisson 5, Hergeir Grímsson 4/2, Nökkvi Dan Elliðason 3, Gunnar Flosi Grétarsson 1, Ragnar Jóhannsson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 12, 30% – Alexander Hrafnkelsson 0.
Mörk Vals: Vignir Stefánsson 7, Anton Rúnarsson 6/2, Róbert Aron Hostert 6, Þorgils Jón Svölu-Baldursson 4, Magnús Óli Magnússon 4, Þorgeir Bjarki Davíðsson 1, Tumi Steinn Rúnarsson 1/1, Einar Þorsteinn Ólafsson 1, Finnur Ingi Stefánsson 1.
Varin skot: Martin Nágy 9, 34,6% – Einar Baldvin Baldvinsson 0.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz. Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -