Sigvaldi Björn Guðjónsson var markahæstu leikmanna Kolstad þegar liðið vann rúmenska meistaraliðið Dinamo Búkarest, 31:28, í Þrándheimi í kvöld í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeidar Evrópu í handknattleik. Sigvaldi Björn skoraði sex mörk en einnig voru Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssyni aðsópsmiklir í þessum fyrsta sigurleik norska liðsins í keppninni á leiktíðinni.
Benedikt Gunnar skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar. Arnór Snær skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu.
Kolstad-liðar lögðu grunn að sigrinum í fyrri hálfleik þegar þeir léku rúmenska meistaraliðið sundur og saman. Staðan var 17:10 í hálfleik.
Dinamo hefur tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í keppninni og ljóst að nýr þjálfari, Paulo Pereira, sækir á brattann. Andrei Negru var markahæstur með fimm mörk.
Fyrsti sigurinn hjá Janusi Daða
Mario Sostaric átti stórleik þegar ungverska liðið Pick Szeged lagði GOG, 36:31, í Danmörku. Sostaric skoraði 12 mörk og var með fullkomna skotnýtingu.
Janus Daði Smárason kunni vel við sig á danskri grund og skoraði m.a. fimm mörk og gaf tvær stoðsendingar fyrir ungversku bikarmeistarana sem hafa einn vinning eftir tvær viðureignir í B-riðli. Janus Daði tók einnig töluvert þátt í varnarleiknum og var einu sinni vikið af leikvelli.




