- Auglýsing -
-Auglýsing-

Tólf marka sigur Serba í hinum leik riðilsins

- Auglýsing -

Serbía vann öruggan sigur á Úrúgvæ, 31:19, í síðari leik C-riðils á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Porsche Arena í Stuttgart í kvöld. Serbar verða næstu andstæðingur íslenska landsliðsins á mótinu á föstudagskvöld klukkan 19.30.


Úrúgvæar héngu í Serbum lengst af í fyrri hálfleik. Þegar á leið breikkaði bilið og var fimm marka munur í hálfleik, 15:10. Serbar voru síðan talsvert betri þegar kom fram í síðari háfleik og gátu leyft sér að láta sem flesta leikmenn koma við sögu án þess að eiga á hættu að tapa forskotinu niður.


Serbar eru þar með efstir á markatölu með tvö stig í C-riðli. Þjóðverjar hafa einnig tvö stig en Ísland og Úrúgvæ sem mætast á sunnudaginn eru án stiga eftir fyrstu umferðina.
Sara Garović skoraði sex mörk fyrir serbneska liðið og Jovana Jovović var næst á eftir með fimm mörk. Sabrina Grieco Vigna skoraði fjögur mörk fyrir Úrúgvæ.

Ítarlegri tölfræði.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -