- Auglýsing -
- Auglýsing -

Toppliðið tapaði á útivelli

Alexander Petersson er hættur eftir nítján keppnistímabil í Þýskalandi. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Efsta lið þýsku 1. deildarinnar í handknattleik karla, Rhein-Neckar Löwen, tapaði fyrir Hannover-Burgdorf í kvöldleik deildarinnar, 36:30, eftir að hafa verið þremur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 19:16. Löwen-liðið engu að síður enn í efsta sæti deildarinnar. Þetta var aðeins annar sigur Hannover-Burgdorf á Rhein-Neckar Löwen á síðustu níu árum.

Leikmenn Hannover-Burgdorf, sem hafa ekki náð sér fullkomlega á strik á tímabilinu, voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda.

Alexander Petersson skoraði eitt mark fyir Löwen en Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki að þessu sinni.

Staðan:
Rhein-Neckar Löwen 19(12), Kiel 18(10), Flensburg 17(10), Füchse Berlin 17(11), Leipzig 15(12), Stuttgart 15(13), Wetzlar 14(13), Göppingen 13(12), Lemgo 13(13), Magdeburg 12(10), Hannover-Burgdorf 12(12), Erlangen 12 (12), MT Melsungen 11(9), Bergisher HC 10(11), Minden 7(10), Balingen 7(13), Nordhorn 6(13), Ludwigshafen 5(12), Essen 3(9), Coburg 2(11).

Fyrr í kvöld voru fleiri Íslendingar á ferðinni í leikjum deildarinnar. Lesa má um þá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -