- Auglýsing -
- Auglýsing -

Töpuðu fyrsta leiknum við stjórnvölin

Leikmenn Vals U voru hressir með stöðuna í deildinni eftir sigur á Þór. Mynd/Facebook síða Vals.
- Auglýsing -

Þór Akureyri tapaði í dag fyrsta leiknum undir stjórn nýrra þjálfara, Geirs Kristins og Sigurpáls Árna Aðalsteinssona, þegar liðið sótti ungmennliða Vals heim í Origohöllina í síðasta leik liðanna í Grill 66-deild karla á árinu, 30:24.


Þeir bræður tóku við Þórsliðinu á dögunum nokkrum dögum eftir að Norður Makedóníumaðurinn Stevche Alushovski var gert að taka saman föggur sínar í herbúðum félagsins.


Fyrri hálfleikur liðanna í Origohöllinni í dag var fremur jafn. Að honum loknum var Valur marki yfir, 14:13. Í síðari hálfleik skildu leiðir og næst efsta lið Grill 66-deildarinnar herti tökin og vann með sex marka mun. Valsmenn segja frá því á Facebooksíðu sinni að varnarleikur þeirra hafi verið til fyrirmyndar og Stefán Pétursson markvörður hafi farið á kostum og varið 17 skot.


Valur hefur þar með 13 stig eftir átta leiki í Grill 66-deildinni. Þór er í 4. sæti með níu stig að loknum 10 leikjum.


Staðan í Grill 66-deild karla.


Mörk Vals U.: Ísak Logi Einarsson 10, Breki Hrafn Valdimarsson 7, Áki Hlynur Andrason 4, Tómas Sigurðarson 2, Loftur Ásmundsson 2, Knútur Gauti Kruger 2, Erlendur Guðmundsson 1, Hlynur Freyr Geirmundsson 1, Andri Finnsson 1.
Varin skot: Stefán Pétursson 17.
Mörk Þórs: Kostadin Petrov 8, Jóhann Geir Sævarsson 8, Josip Vekic 4, Jonn Rói Tórfinnsson 2, Jón Ólafur Þorsteinsson 1, Halldór Yngvi Jónsson 1.
Varin skot: Arnar Þór Fylkisson 15.


Staðan og næstu leikir í Grill 66-deild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -