- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Töpuðu mikilvægum stigum

Elliði Snær Viðarsson leikmaður Gummersbach í Þýskalandi. Mynd Nastasja Kleinjung / VfL Gummersbach
- Auglýsing -

Gummersbach tapaði í kvöld sínum þriðja leik í þýsku 2. deildinni á leiktíðinni er það stótti Ludwigshafen heim og beið lægri hlut, 30:25.

Gummersbach er engu að síður efst í deildinni með 24 stig 15 leiki og þremur stigum á undan Hüttenberg og Eintracht Hagen en fyrrnefnda liðið á leik til góða.

Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk í fjórum skotum fyrir Gummersbach. Hákon Daði Styrmisson náði sér ekki fullkomlega á strik. Hann skoraði eitt mark úr vítakasti en fjögur markskot hans geiguðu.


Hendrik Wager fór á kostum hjá Ludwigshafen og skoraði 12 mörk. Julian Köster skorað sjö fyrir Gummersbach og var markahæstur. Raul Santos var næstu með fimm mörk.


Empor Rostock vann Dormagen, 32:27, í hinum leik kvöldsins sem fram fór í deildinni. Dormagenliðið má muna sinn fífil fegri. Það er í næst neðsta sæti.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -