„Það fór margt úrskeiðis hjá okkur en fyrst og fremst þá töpuðum við báðum megin á vellinum,“ sagði Elín Rósa Magnúsdóttir landsliðskona í handknattleik í viðtali við handbolta.is í Lambhagahöllinni í kvöld eftir tveggja marka tap íslenska landsliðsins fyrir því færeyska, 24:22, í fyrstu umferð undankeppni EM kvenna.
„Þegar við komumst í færi þá fór boltinn ekki markið sem sést best á skorinu. Það var ekki mikið skorað í leiknum,“ bætti Elín Rósa við.
Segja má að íslenska liðið hafi lent vanda í upphafi leiksins. Aðeins voru skoruð þrjú mörk fyrstu 15 mínúturnar og önnur þrjú mörk á fyrstu 10 mínútum síðari hálfleik. Spurð sagði Elín Rósa erfitt að leggja dóm af hverju þessi vandi var í upphafi beggja hálfleika.
Lengra viðtal við Elínu Rósu er að finna í myndskeiði hér fyrir neðan.
Næsti leikur íslenska landsliðsins í undankeppninni verður gegn Portúgal ytra á sunnudaginn kl. 16.
Undankeppni EM kvenna ”26: Úrslit leikja
Tap fyrir Færeyingum í upphafsleik undankeppni EM