- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrettán marka sigur ÍBV

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

ÍBV vann stórsigur á ungu liði HK, 31:18, í þriðju umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í Kórnum í dag og hefur þar með fjögur stig eftir þrjá leiki í deildinni. HK er neðst og án stiga. ÍBV var sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:10.


Liðin voru samstíga við að skora fyrstu sex mörk leiksins á upphafsmínútunum, 3:3. Eftir það skoraði ÍBV fimm mörk í röð og jók eftir það forskot sitt jafnt og þétt leikinn út.


Mörg mistök voru gerð í sóknarleik HK sem gerði liðinu erfitt fyrir. Ekki bætti úr skák að Marta Wawrzykowska, markvörður ÍBV, reyndist liðinu erfið. Ljóst má vera að tímabilið á eftir að reyna á þolrifin á leikmönnum og þjálfarateymi HK-liðsins.

Munurinn var alltof mikill á liðunum eins og tölurnar gefa til kynna. ÍBV fékk tækifæri til þess að spila lið sitt saman.


Mörk HK: Sara Katrín Gunnarsdóttir 3/1, Alfa Brá Hagalín 3, Berglind Þorsteinsdóttir 2, Embla Steindórsdóttir 2, Leandra Náttsól Salvamoser 2, Katrín Hejla Magnúsdóttir 1, Anna Valdís Garðarsdóttir 1, Inga Dís Jóhannsdóttir 1, Aníta Eik Jónsdóttir 1, Sóley Ívarsdóttir 1, Amelía Laufey Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnesen 10, 24,4%.
Mörk ÍBV: Birna Berg Haraldsdóttir 5, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 3, Sunna Jónsdóttir 4, Ásta Björt Júlíusdóttir 3/2, Harpa Valey Gylfadóttir 3, Marija Jovanovic 3, Karolina Olszowa 2, Ólöf María Stefánsdóttir 1, Herdís Eiríksdóttir 1, Ingibjørg Olsen 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 14, 51,9% – Tara Sól Úranusdóttir 0.


Staðan í Olísdeild kvenna og næstu leikir.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -