- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrettán marka tap fyrir Rúmenum – sérlega erfiður síðari hálfleikur

Lagt á ráðin á æfingu. Ljósmynd/HSÍ
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið tapaði með 13 marka mun fyrir rúmenska landsliðinu, 27:14, á heimsmeistaramóti 18 ára landsliða kvenna í handknattleik í Chuzhou í Kína í morgun. Þetta var síðari leikur liðanna í milliriðlakeppni mótsins. Rúmenska liðið var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13:9.

Næsti leikur á fimmtudag

Næsti leikur íslenska liðsins verður í krossspili um sæti á fimmtudaginn, sennilega um miðja nótt að íslenskum tíma. Síðar í dag skýrist hver andstæðingurinn verður og hvort íslenska liðið verður í krossspili um sæti 21 til 24 eða 25 til 28. Beðið er leiks Egyptalands og Gambíu til að myndin skýrist.

Eftir góðan fyrri hálfleiks þar sem íslenska liðinu tókst nokkuð að halda hraðanum niðri var á á brattann að sækja í síðari hálfleik. Vörn rúmenska liðsins var öflug og illa gekk íslensku stúlkunum að reka smiðshöggið á sóknir sínar. Þær skoruðu aðeins tvö mörk á fyrstu 17 mínútum síðari hálfleiks, annað eftir hraðaupphlaup og hitt af línu.

Rúmenska liðið skoraði hvað eftir annað eftir hraðaupphlaup eða með skotum yfir völlinn endilangan. Munurinn jókst jafnt og þétt allt til leiksloka.

Mörk Íslands: Lydía Gunnþórsdóttir 4, Guðrún Hekla Traustadóttir 2, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 2, Þóra Hrafnkeldóttir 2, Ágúst Run Jónasdóttir 1, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 1, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 1/1, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 8, 28% – Elísabet Millý Elíasardóttir 0.

HM18 kvenna – leikjadagskrá, milliriðlakeppni, úrslit

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -