- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrjú myndskeið: Eru reglurnar of flóknar í framkvæmd?

Áhorfendur fylgjast spenntir með og vita stundum ekki alltaf hvort reglurnar séu nógu skýrar. Mynd/Guðmundur Jakobsson
- Auglýsing -

Tvö atvik hafa átt sér stað í síðustu tveimur leikjum Víkings og Fjölnis, þeim þriðja og fjórða, sem vakið hafa upp spurningar um þá reglu sem gildir þegar leikmenn eru stöðvaðir á síðustu sekúndum í jöfnum leikjum. Er reglan e.t.v. of flókin í framkvæmd eða lítur hver og einn á hana með sínum augum?

Hér fyrir neðan eru myndskeið af tveimur atvikum úr leikjunum, af tveimur brotum sem eiga sér stað þegar 4 til 6 sekúndur eru eftir af leikjum liðanna. Á annað brotið voru dæmdar tvær mínútur á varnarmann Fjölnis, þ.e. þegar Jóhann Reynir Gunnlaugsson leikmaður Víkings er stöðvaður (efsta myndskeiðið).

Staðan í leiknum var 25:24 fyrir Fjölni. Víkingur fékk aukakast og varnarmaður Fjölnis tveggja mínútna tefsingu.

Það síðara er frá fjórða leik Fjölnis og Víkings (myndskeið 2 og 3). Þar er leikmaður Fjölnis stöðvaður.

Varnarmaður Víkings fékk rautt spjald og úrskurðaður í leikbann og missir af oddaleiknum í dag. Staðan í leiknum var 27:26 fyrir Víking. Fjölnir fékk vítakast og jafnaði metin. Leikurinn var framlengdur.

Bæði atvik eiga sér stað þegar fjórar til sex sekúndur eru til leiksloka af venjulegum leiktíma.

Velta má fyrir sér hvort reglurnar sem fara eigi eftir vegna brota þegar sóknarmenn eru vísvitandi stöðvaðir í sókn á síðustu sekúndum leikja sé of flókin í framkvæmd? Dæmi nú hver fyrir sig eins stundum er sagt.


Oddaleikur Víkings og Fjölnis í umspili Olísdeildar karla í handknattleik fer fram í dag í Safamýri. Flautað verður til leiks klukkan 14.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -