- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tryggvi sænskur meistari með IK Sävehof

Svíþjóðarmeistarar IK Sävehof 2024. Tryggvi Þórisson er annar frá vinstri í efri röð. Mynd/Facebooksíða IK Sävehof
- Auglýsing -

Tryggvi Þórsson varð í kvöld sænskur meistari í handknattleik karla með liði sínu IK Sävehof eftir að liðið lagði Ystads IF, 32:27, í fjórðu viðureign liðanna sem fram fór í Ystad.

IK Sävehof vann tvöfalt á tímabilinu því á dögunum hrósaði kvennalið félagsins meistaratitlinum annað árið í röð.

Tryggvi hefur ekki áður orðið meistari með liðinu en hann er að ljúka öðru keppnistímabili sínu með Partille-liðinu.

IK Sävehof vann þrjár viðureignir úrslitum en Ystads IF eina.

Framan af leiknum í kvöld blés ekki endilega byrlega fyrir Tryggva og félögum. Þeir voru m.a. tveimur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 13:11. Leikmenn Sävehof tóku öll völd á leikvellinum í síðari hálfleik og léku við hvern sinn fingur, jafnt í vörn sem sókn.

Tryggvi skoraði ekki mark í leiknum. Hann tók aðallega þátt í varnarleiknum. Færeyingurinn Óli Mittun var frábær og bar uppi sóknarleik meistaranna og skorði m.a. níu mörk. Einnig lagði hann upp marktækifæri fyrir samherja sína.

Ystads IF varð bikarmeistari í vor svo leikmenn gengu ekki alveg tómhentir frá keppnistímabilinu.

IK Sävehof vann einnig deildarmeistaratitilinn í vor.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -